Trail country EXP jeppadekk frá Dick Cepek
Nýja Trail Country EXP er alhliða jeppadekk sem hannað er fyrir ökumenn pallbíla, jeppa. Dekkið er afar hentugt fyrir þá sem aka í fjölbreyttum aðstæðum. Hvort sem ekið er í torfærum þar sem þörf er á kröftugu gripi eða þegar ekið er eftir þjóðveginum þar sem þú vilt hafa ákveðna mýkt, gott grip og hljóð í lágmarki þá er þetta dekk að skila þér framúrskarandi eiginleikum við þessar aðstæður.
Trail Country EXP er hannað sem “hybrid” dekk á milli jeppadekkja og mud/leðju dekkja. Dekkið hefur gott grip við fjölbreyttar aðstæður, hvort sem er á þurrum vegi eða blautum. Eins er dekkið gott í snjó og við vetraraðstæður.
Niðurstaða – frábært alhliða jeppadekk.